Hvernig Skal Taka Vegabréfsmyndir Heima í Stofu – Leiðarvísir Ljósmyndarans
Til að hámarka árangurinn þarf upprunalega ljósmyndin að vera góð. Hérna eru nokkur góð ráð.
Tæki og tól
Þú þarft nýlegan snjallsíma eða stafræna myndavél með lágmark 5 Megapixla upplausn.
Bakgrunnur
Þú verður að nota ljósan vegg, skjá eða blöð. Forðast skal sterka skuggamynd í bakgrunni í kringum þann sem á að mynda.(Forritið okkar lagar alla ljósa skugga).
Ljós, Flass
Að hafa full stjórn á ljósi er lykilatriði ef niðurstaðan á að vera góð. Best er að taka mynd á björtum en skýjuðum degi og forðast beina sólargeisla. Einnig skal forðast skugga og glampa á andliti. Birtustig þarf að vera jafnt. Notaðu flass ef birtuskilyrði eru slæm, eða ef það eru einhverjir skuggar á andliti eða ef birta er ekki jöfn.
Föt
Föt skulu vera dökk og ættu að skera sig vel útúr ljósum bakgrunninum.
Gleraugu
Bandarísk vegabréf eða vísa leyfi: Engin gleraugu leyfð. Reyna skal að forðast að nota gleraugu í myndatökum. Ef þú verður að nota gleraugu þá þarftu að vera viss um að glerið sé ekki of dökkt eða litað. Einig þarftu að vera viss um að það sé engine glampi á þeim. Augu skulu ávalt vera vel sýnileg.
Hár
Hár skal aldrei hylja andlit og augu. Sumstaðar er nauðsynlegt að hafa eyrun sýnileg líka. Reyndu að forðast villtar hárgreiðslur og eyrnalokka.
Fjarlægð
Myndavélin ætti að vera staðsett um 5-7 fet (1.5-2 metrum) frá andliti. Mundu að mynda einnig axlir og efri. Höfuð og hár skulu vera vel sýnileg. Taktu nokkrar myndir frá mismunandi fjarlægðum.
Andlit
Sá eða sú sem verið er að mynda skal horfa beint í ljósopið á myndavélinni. Andlitsdrættir skulu vera hlutlausir(engin bros eða grettur), lokaður munnur og augu sýnileg.
Taktu nokkrar myndir með og án flass
Taktu nokkrar myndir frá mismunandi lengdum, í mismunandi líkamsstellingum og við mismunandi birtuskilyrði. Taktu nokkrar myndir með flassi og án flass.
Ekki Breyta
Ekki breyta myndunum með neinu forriti áður en þú sendir þær til okkar.